Já ég var seinast að nota DataSet c.a 2007 ef mig minnir rétt og ekki var ég að fíla þau neitt sérstaklega. Eflaust var það bara vegna þess að það voru engin tól til þess að sýna mér inn í þau á debugging tíma.
Það sem við í vinnunni fórum síðan að nota voru "strongly typed" klasar og með minni áherslur á einhverja brjálaða dýnamic (gott íslenskt orð?).
En núna í nýju vinnunni minni þarf ég aftur að vinna með dataset og því var það fyrsta sem ég gerði, að hlaða niður og installa þessu tóli Righthand Dataset Debugger Visualizer. Núna er lífið mitt aftur mikklu auðveldara :-)